
Allt á einum stað


Róberta Michelle Hall er fjölhæfur skemmtikraftur sem kemur fram við ýmis tilefni. Hún er búrlesk og húlladansari en undanfarin ár hefur hún verið að stækka og orðin sífellt vinsælli valkostur fyrir fólk sem vill skemmta sér. Hvort ertu að leita að fullorðins- eða fjölskylduskemmtun?
Bobbie Michelle er eitt hliðarsjálf Róbertu og sér um að skemmta fullorðnum. Búrleskið er út af fyrir sig fullorðins en Bobbie Michelle blandar oft saman búrlesk og húlla og úr verður stórkemmtileg blanda sem öll hafa tök á að spreyta sig í. Gæsanir, steggjanir, árshátíðir, afmæli, veislur og bara nefndu það.
Húllumhæ Húllastelpan er hitt hliðarsjáfið og er fjölskylduvæn og barngóð. Það fer enginn fýldur frá henni og krakkar einfaldlega elska húllahringi! Það er hægt að gera ótrúlega fjölbreytta hluti með þeim; leiki, leikfimi, hugleiðslu og svo framvegis! Tilvalin í barnaafmæli eða á hátíðir.













